Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 326 . mál.


Ed.

1043. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



    Eftir afgreiðslu frumvarpsins við 2. umr. hefur nefndin komið saman á ný til að kanna hvort ákvæði 34. gr. þess stangist á við sams konar ákvæði í nýsamþykktum lögum um leikskóla. Á fund nefndarinnar kom Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri Kópavogs, einn þeirra er unnu við samningu frumvarpsins.
    Í 34. gr. frumvarpsins er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli láta fara fram mat á þörf á leikskólarými eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Í lögum um leikskóla segir hins vegar í 3. gr. að sveitarfélag geri árlega könnun á því hversu margir foreldrar óski eftir leikskólavistun. Það er skoðun nefndarinnar að áðurgreind tímaákvæði stangist ekki á og vísar í því sambandi til þess að frumvarpið um félagsþjónustu sveitarfélaga er rammalöggjöf og ekkert mælir gegn því að í sérlögum, sem varða tiltekna þætti rammalöggjafar, séu þrengri ákvæði.

Alþingi, 18. mars 1991.



Margrét Frímannsdóttir,


form., fr

sm.

Guðmundur H. Garðarsson,


fundaskr., með fyrirvara.

Jóhann Einvarðsson.


Karl Steinar Guðnason.

Salome Þorkelsdóttir,


með fyrirvara.

Jón Helgason.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.