Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 174 . mál.


Ed.

1044. Breytingartillögur



við frv. til l. um grunnskóla.

Frá menntamálaráðherra.



     Við 16. gr. Í stað orðanna „Að fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins er fræðslustjóra“ í upphafi 4. mgr. komi: Fræðslustjóra er.
     Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                   Skólahverfi er sú eining sem stendur að einum grunnskóla eða fleiri. Sveitarfélög geta sameinast um rekstur grunnskóla og mynda þá eitt skólahverfi. Sveitarfélag, sem rekur tvo eða fleiri grunnskóla, telst eitt skólahverfi. Sveitarfélag getur átt aðild að fleiri en einu skólahverfi ef börn og unglingar á skólaskyldualdri úr því sveitarfélagi eiga skólasókn til tveggja eða fleiri skólahverfa.
     Á eftir 19. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   Við hvern grunnskóla skal starfa skólaráð sem er stjórn skólans til ráðuneytis um innri mál hans, svo sem kennsluskipan, starfsáætlanir, skólatíma, slysavarnir og félagslíf í skólanum og fleira sem varðar daglega starfsemi skólans.
                   Skólaráð skal skipað þremur mönnum. Einn tilnefndur af kennurum og öðrum starfsmönnum skólans, einn tilnefndur af foreldrum (foreldrafélagi ef það er til) og einn tilnefndur af nemendum (nemendaráði ef það er til). Fulltrúar í skólaráði skulu valdir við upphaf skólaárs til eins árs í senn. Skólaráð skal koma saman til fundar eigi sjaldnar en þrisvar á ári. Skólastjóri eða staðgengill hans situr fundi skólaráðs. Skylt er fulltrúa skólanefndar, fræðslustjóra, fulltrúa hans eða fulltrúa fræðsluráðs að mæta á fundi skólaráðs ef ráðið óskar þess.
                   Menntamálaráðherra setur reglugerð um störf og starfshætti skólaráðs og setur skólaráði erindisbréf.
                   Heimilt er skóla að sækja um með rökstuddri greinargerð undanþágu frá ákvæði greinar þessarar til menntamálaráðuneytisins. Gildar ástæður þurfa að liggja fyrir undanþágu, svo sem ef skóli er mjög fámennur.
     Við 72. gr. Síðasta málsgrein falli brott.
     Við 85. gr. Í stað orðanna „Lög þessi öðlast þegar gildi“ komi: Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1991.