Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 459 . mál.


Nd.

1053. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á þjóðminjalögum, nr. 88/1989.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um málið Ólaf Ásgeirsson, formann þjóðminjaráðs.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingar nefndarinnar eru þrenns konar. Í fyrsta lagi er lagfærð framsetning 1. gr. frumvarpsins. Í öðru lagi eru lagfærðar prentvillur í 2. og 5. gr. þess. Í þriðja lagi er bætt við gildistökuákvæði og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 1991.
    Guðmundur G. Þórarinsson og Sólveig Pétursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. mars 1991.



Ragnar Arnalds,


form., frsm.

Ólafur Þ. Þórðarson.

Árni Gunnarsson.


Ragnhildur Helgadóttir,


með fyrirvara.

Guðný Guðbjörnsdóttir.