Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu sem fram hefur komið frá hæstv. forsrh. um það að kosið verði í utanrmn. í síðasta lagi á fimmtudag, þá tel ég ástæðulaust að halda til streitu ósk minni um það að frestunin á utanríkismálanefndarkosningunni verði borin upp sérstaklega. Ég vil hins vegar segja hv. 8. þm. Reykv. það til fróðleiks og upplýsingar að ef þingmaður óskar eftir því að einstakir liðir í tillögum séu bornir upp sérstaklega, þá ber forseta að verða við því hvað svo sem tillögumanni sýnist um málið.