Steingrímur J. Sigfússon (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil vísa til þess sem fram kom á fundi í Sþ. hér áðan um afstöðu míns flokks og stjórnarandstöðunnar varðandi frestun á nefndakjöri. Sú afstaða felst í því að menn áskilja sér rétt til þess að fara fram á að nefndir verði kosnar ef ástæða þykir til eða verkefni verða fyrir þær. Það á væntanlega einnig við um þingnefndir í deildum. Í því ljósi styðjum við það að afbrigði séu veitt á þessum fundi um frestun nefndakjörs.