Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég óska eftir að fá það upplýst hjá hæstv. forseta hvort sú umræða sem nú fer fram sé leyfð samkvæmt 32. gr. þingskapa, þ.e. samkvæmt þeim texta sem ég vil leyfa mér að lesa, með leyfi forseta:
    ,,Forseti getur leyft að tekið sé fyrir mál utan dagskrár sem í senn er svo mikilvægt að ekki rúmast innan ramma 1. mgr. og svo aðkallandi að ekki geti beðið meðferðar skv. 31. gr. eða annarra formlegra þingmála. Fer þá um umræðu málsins skv. 36. gr. eftir því sem við á.``
    Ég óska að það verði upplýst hvort þessi umræða fer fram samkvæmt þessum ákvæðum og ef svo er ekki, samkvæmt hvaða ákvæðum umræðan fer þá fram.