Þingsköp Alþingis
Þriðjudaginn 28. maí 1991


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég tel það skipta máli sem fram hefur komið hér við umræðuna vegna fyrirspurnar minnar um túlkun á 30. gr. sem samþykkt var við 2. umr. þar sem af hálfu bæði frsm. nefndarinnar og nefndarmanna eins og hv. þm. Páls Péturssonar hefur komið fram sá skilningur að kostnaðarmat sem kveðið er á um að skuli fylgja nefndarálitum verði unnið á vegum viðkomandi nefndar og á vegum þingsins ef þörf er á að leita eftir upplýsingum og mati þannig að ekki skapist sú hefð að það verði sent á færibandi t.d. til framkvæmdarvaldsins til þess að leggja slíkt í dóm. Það varðar miklu að mínu mati að sá skilningur ríki og verði í heiðri hafður.