Staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.

61. fundur
Þriðjudaginn 07. janúar 1992, kl. 15:01:00 (2530)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Nú hefst utandagskrárumræða að beiðni hv. 2. þm. Suðurl. um stöðu íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl. Þessi umræða fer fram samkvæmt síðari mgr. 50. gr. þingskapalaga sem þýðir að málshefjandi og ráðherra mega eigi tala lengur en 30 mínútur og aðrir þingmenn og ráðherrar eigi lengur en 15 mínútur í senn og enginn má tala oftar en tvisvar.