Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

63. fundur
Fimmtudaginn 09. janúar 1992, kl. 17:35:00 (2619)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna það að hafi hv. þm. ekki skilið svör mín er það kannski vegna þess að ég skildi ekki alveg spurninguna en ég held að ég hafi gripið hana núna, af hverju það sé auðlindaskattur að selja veiðiheimildir Hagræðingarsjóðs. Ég segi bara að í þessu nál. segir að verið sé að skattleggja ákveðna atvinnugrein en ekki þjóðfélagið í heild. Ég held að þetta sé mjög skýrt svar og ég sé ekki vandamálið. En ég hef hlustað á þessar umræður jafn vel og kannski betur en hv. þm., þó líklegast ekki nema jafn vel og ég sé ekki alveg vandamálið, ég er ekki búin að ná því enn þá.