Lánsfjárlög 1992

66. fundur
Þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 18:59:00 (2717)


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Mér er ljóst að hæstv. ráðherrar eru uppteknir menn og hafa mörgum hnöppum að hneppa, en engu að síður óska ég eftir því að fá upplýst hvort hæstv. forseti hefur leyft símanotkun í þingsalnum. Ég tel að það séu nokkur tímamót ef svo hefur orðið. Mér er ekki ljóst hvort það hefur verið gert eða ekki og ber því við að ég hef ekki fylgst svo með hverju einasta skjali sem lagt hefur verið á mitt borð að það má vel vera að slík heimild hafi verið veitt. Tæknilega er í sjálfu sér ekkert sem kemur í veg fyrir þetta, en ég óska eftir að þetta sé upplýst.