Fjarvist þingmanns

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 11:34:00 (2932)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Ég sé að hér er fyrst á dagskrá atkvæðagreiðsla um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ég hjó eftir því að hv. 1. þm. Vestf. er ekki með fjarvistarleyfi heldur er hann fjarverandi, að sjálfsögðu þvert gegn vilja sínum. Ég met það svo að það sé mikils virði fyrir núv. ríkisstjórn að geta sýnt fullan styrkleika í atkvæðagreiðslu hér á þinginu um það mál sem fram undan er, m.a. um þær skerðingar sem sjómönnum eru sérstaklega ætlaðar, og lýsi því yfir að ég er reiðubúinn að stuðla að því að fresta þessari atkvæðagreiðslu ef ríkisstjórninni væri þægð í þar til hv. 1. þm. Vestf. sæi sér fært að koma til þings.