Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 12:10:00 (3066)

     Einar K. Guðfinnsson :
     Virðulegi forseti. Frá upphafi hef ég lýst andstöðu minni við skerðingu á fjárveitingum til vegamála. Fram hefur komið að ætlunin mun að lækka framlög til framkvæmda við jarðgöng á Vestfjörðum um u.þ.b. 250 millj. kr. á þessu ári. Nú hefur verið upplýst að unnt er að opna jarðgöngin fyrir umferð á tilsettum tíma þrátt fyrir að fjárveitingar á þessu ári verði lægri en ætlunin hafði verið. Með tilvísan til þessa greiði ég ekki atkvæði.