Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

74. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 11:34:00 (3242)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
     Virðulegi forseti. Samþykkt á þessu frv. er vont verk. Hér er skólastarfi stefnt í voða og það bitnar fyrst og fremst á börnum þessa lands og framtíð þessa lands. Það er verið að skattleggja sérstaklega ellilífeyrisþega. Þarna er jafnframt á ferðinni fáheyrð forræðishyggja ríkisins með því að setja tilsjónarmenn í fyrirtæki ríkisins og ríkið hefur ákveðið að leggja auknar byrðar einhliða á sveitarfélög. Vinnubrögð eru til vansa og kjarasamningar í uppnámi. Ég segi að sjálfsögðu nei.