Tilkynning um utandagskrárumræðu

78. fundur
Þriðjudaginn 11. febrúar 1992, kl. 13:30:00 (3336)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að hér mun fara fram utandagskrárumræða að loknum fyrirspurnatíma. Hún er að beiðni hv. 10. þm. Reykv. Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og er um Landakotsspítala og stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulag hefur orðið um að hver þingflokkur hafi allt að 20 mín. til umráða og auk þess málshefjandi og ráðherra 10 mín. í lok umræðunnar ef þörf er á.