Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 11:29:00 (3454)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Mér er ljóst hvenær sá atburður varð að Heródes og Pílatus urðu vinir. En mér er ekki ljóst hvenær það gerðist að hæstv. fyrrv. fjmrh. og Morgunblaðið urðu vinir. Ég vil þess vegna að hv. 3. þm. Suðurl. skýri það nánar hvernig það samrýmist hans ummælum að þessum fjármunum hafi verið dreift til vina og vandamanna --- það er upplýst að það blað sem mest af þessu fjármagni hefur fengið var Morgunblaðið --- og hvenær vinátta hæstv. fyrrv. fjmrh. og Morgunblaðsins varð ljós hv. 3. þm. Suðurl.