Tilkynning um utandagskrárumræðu

83. fundur
Þriðjudaginn 18. febrúar 1992, kl. 13:30:00 (3536)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti láta þess getið að utandagskrárumræða mun fara fram að beiðni hv. 4. þm. Norðurl. v., Stefáns Guðmundssonar, um á hvern hátt ríkisstjórnin hyggst bregðast við því atvinnuleysi sem orðið er í landinu.
    Forseti hefur fallist á að slík umræða standi í tvær klukkustundir, þ.e. 20 mín. á hvern flokk auk 10 mín. til málshefjanda og ráðherra í lok umræðu. Um þetta fyrirkomulag umræðunnar er samkomulag milli þingflokka.