Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við atvinnuleysi í landinu

83. fundur
Þriðjudaginn 18. febrúar 1992, kl. 18:20:00 (3578)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Ég vil að gefnu tilefni minna hv. þm. á að það er löng hefð fyrir utandagskrárumræðum á Alþingi Íslendinga en það var fyrst árið 1985 að ákvæði voru tekin í þingsköp Alþingis um umræður utan dagskrár. Allt til þess tíma grundvölluðust þessar umræður, utandagskrárumræðurnar, á samkomulagi milli þingflokka, samkomulagi sem þingflokkar leituðu eftir að standa við, eins og allir hv. þm. sem tóku þátt í þessari umræðu reyndu að

gera í hvívetna, og virða þann tímaramma sem hverjum þingflokki var settur. Það er ekkert í þingsköpum sem bannar forseta að gera slíkt samkomulag við þingflokka um umræður utan dagskrár. Ef á þetta mál er litið af fullri sanngirni hljóta hv. þm. að sjá að skyldugt er að standa við samkomulag sem gert er hér milli þingflokka. Ég leit svo á að hér ætti að standa við samkomulag sem á sér stoð í ákvæðum 72. gr. þingsakapa.