Háskólinn á Akureyri

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 11:35:00 (3810)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er ónóg þátttaka í atkvæðagreiðslu um að vísa málinu til nefndar. Einungis 31 þingmaður tók þátt í atkvæðagreiðslunni og verður gerð tilraun til að endurtaka hana. --- Enn er það sama sagan, þátttakan er ónóg. ( ÓÞÞ: Það verður bara að biðja um nafnakall.) Það má segja að þessi atkvæðagreiðsla jafngildi nafnakalli. ( ÓÞÞ: Ég bið um nafnakall.) ( Gripið fram í: Ekki nafnakall, ýta á takkann.) Forseti ætlar að gera þriðju tilraunina til að ná fram atkvæðagreiðslu og biður nú hv. þm. að taka þátt í atkvæðagreiðslu með því að ýta á einhvern af þeim tökkum sem er skýrt og skilmerkilega greint frá á borðum þingmanna, hvort sem þeir greiða atkvæði með, á móti eða greiða ekki atkvæði. Hefst nú atkvæðagreiðaslan að nýju en það er skylda að taka þátt í atkvæðagreiðslu eins og allir vita.