Um dagskrá

97. fundur
Mánudaginn 09. mars 1992, kl. 13:41:00 (4091)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Vegna þeirrar óskar hv. þm., Jóhannesar Sigurgeirssonar, sem hér var borin fram um að umræðu um mál á dagskránni verði ekki lokið vegna þess að einhverjir talsmenn sem hann ekki nefndi séu ekki við, þá var það auðvitað vitað þegar dagskránni var útbýtt hvaða mál yrðu á dagskrá og engum þarf að koma það á óvart. Ég held því að um mjög óvenjulega og satt að segja fráleita beiðni sé að ræða. Ef unnt er að ljúka umræðunni þá á auðvitað að ljúka henni. Málið var kynnt með eðlilegum hætti á dagskrá og hefur raunar verið áður á dagskrá ef ég man rétt.