Um dagskrá

97. fundur
Mánudaginn 09. mars 1992, kl. 13:42:00 (4092)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil benda hæstv. umhvrh. á það að augnabliki áður en fundurinn hófst, þá kynnti ég mér það hjá starfsmönnum þingsins hvernig dagskrá yrði háttað og þá var upplýst að í fyrsta lagi yrði tekið fyrir frv. um veitingu ríkisborgararéttar en þar var viðkomandi ráðherra ekki mættur. Ef hæstv. ráðherra vill ræða hér um einsdæmi í störfum þingsins þá getum við kannski tekið einhverja umræðu um það. Í öðru lagi var upplýst að tekið yrði fyrir 7. málið sem er um atvinnumál á Suðurnesjum. En ég vona að sú umræða sem hefur orðið hafi gefið mönnum, sem vildu fylgjast með umræðunni og taka þátt í henni, tækifæri til þess að setja sig í stellingar.