Um dagskrá

97. fundur
Mánudaginn 09. mars 1992, kl. 13:43:00 (4093)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti vill að gefnu tilefni taka undir nánast hvert einasta orð er hv. 6. þm. Norðurl. e. hefur mælt hér að undanteknu því að dagskráin hefur legið frammi og að því hefur verið staðið samkvæmt þingsköpum, en ef formaður þingflokks kemur að máli við forseta og óskar sérstaklega eftir því að umræðum um einhverja dagskrárliði verði frestað, þá mun forseti taka tillit til slíkra óska. Slíkar óskir liggja ekki enn fyrir þannig að ég gef hæstv. umhvrh. orðið og ræðir hann um vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.