Ný störf á vegum ríkisins

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:49:00 (4133)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þrír þingmenn tóku ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu. Nöfn þeirra eru hér á listanum. Eins og forseti hefur áður sagt er það brot á reglum þingskapa að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Þrír hv. þm. sem voru í salnum greiddu ekki atkvæði. Forseti vill ítreka að þetta má ekki gerast. Það er brot á þingskapalögum að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni með því að ýta á einhvern hinna þriggja hnappa sem um ræðir.