Hringvegurinn

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:58:00 (4139)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill ítreka það enn á ný að atkvæðagreiðslukerfið er öruggt. Og þau mistök sem verða í atkvæðagreiðslunni eru mannleg. Hv. 8. þm. Reykn. óskar nú eftir því að atkvæðagreiðslan fari fram með handauppréttingu --- en það var gert samkomulag um það á sl. hausti að ef slíkar óskir kæmu fram þá yrði orðið við því. Um leið vill forseti minna á að það samkomulag byggðist á því að ef um einhverjar alveg sérstakar atkvæðagreiðslur væri að ræða gæti komið til þess að beðið yrði um handauppréttingu. Engu að síður vill forseti uppfylla ósk hv. 8. þm. Reykn. og nú fer atkvæðagreiðsla fram með handauppréttingu það sem eftir er fundarins.