Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

99. fundur
Miðvikudaginn 11. mars 1992, kl. 14:40:00 (4208)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Vegna orða hv. 2. þm. Austurl., sem hann beindi nú einkum til 5. þm. Austurl., sem annaðhvort hefur fjarvistarleyfi eða er alla vega ekki staddur hér í salnum, þá sé ég enga ástæðu til að efast um það að hann muni gegna þeim skyldum sem honum eru lagðar á herðar sem nefndarformanni. Ég hef ekki nokkra minnstu ástæðu til að efast um það og finnst raunar svolítið einkennilegt að hv. þingbróðir hans, 2. þm. Austurl., skuli draga það í efa að hann gegni sínum störfum.