Endurskoðun laga um stjórn fiskveiða

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 13:50:00 (4310)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Hæstv. sjútvrh. ræddi um að það hefðu verið deildar meiningar í fráfarandi ríkisstjórn um sjávarútvegsstefnuna. Það er rétt, en stóri munurinn á því ástandi sem þá var og nú er er sá að þáv. sjútvrh. hafði tök á málinu í ríkisstjórn. Og hann hafði þau m.a. með því að vinna í samráði við hagsmunaaðila og alla þingflokka. Hæstv. núv. sjútvrh. er hins vegar búinn að láta plata sig inn á þá braut með skipun margnefndrar nefndar að hann hefur ekki tök á málinu lengur. Formaður Sjálfstfl. vinnur leynt og ljóst að öðrum leiðum heldur en sjútvrh. hefur kosið og málið er í algerri sjálfheldu. Þetta kemur fram á margvíslegan hátt. M.a. er forstjóra Þjóðhagsstofnunar og aðstoðarmönnum einstakra ráðherra beint gegn sjútvrh. í þessu stríði.
    Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Ég er að ljúka máli mínu. En varðandi orð hæstv. sjútvrh. um Hagræðingarsjóðinn þá sýna þau það eitt að ráðherrann hefur góðan húmor.