Tilhögun þingfundar

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 17:48:00 (4428)

     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Ég geri lítið úr yfirlýsingu starfandi þingflokksformanns í þessu efni, en mér þótti meira um að heyra yfirlýsingu forseta þar sem hann sagði að það væri ákvörðun forseta að halda áfram hér í kvöld.
    Ég hélt það væri siðaðra manna siður að reyna að ná samkomulagi um fundahaldið og að forsætisnefnd legði eitthvað á sig til að ræða við formenn þingflokka í staðinn fyrir að gefa frá sér tilskipanir. Ég sé ekkert sem kallar á kvöldfund og ég sætti mig illa við að um það sé ekki haft samkomulag heldur einhliða tilkynningar. Ef svo er spyr ég eftir því, hæstv. forseti: Hvað stendur til að halda áfram lengi kvöldsins?