Tilhögun þingfundar

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 17:50:00 (4430)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með forseta að þetta var rætt á fundi þingflokksformanna. Auðvitað var von okkar allra, eða kannski óskhyggja, að dagskrá gengi hraðar fyrir sig í dag þannig að til þess þyrfti ekki að koma en þar sem okkur var gerð grein fyrir því að allmargir þingmenn hefðu ekki komist að með mál sín og að ekki yrðu tekin fyrir á kvöldfundi þingmannamál öðruvísi en með samkomulagi þingmanna var afskaplega erfitt annað en að taka undir að gefinn yrði möguleiki á kvöldfundi og því taldi ég ástæðu til að mæla með því við þingflokk Kvennalistans.