Greiðsla ferðakostnaðar vegna tannréttinga

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 11:39:00 (4541)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu. Það kemur greinilega fram hversu mikið misrétti þetta er raunverulega þegar barn, sem ekki er með alvarlegan sjúkdóm, þarf að fara í tannréttingar til Reykjavíkur. Því fylgir mjög mikill kostnaður, margar ferðir þarf að fara. Jafnvel þó það sé mjög gleðilegt að tannréttingalæknar flytjist út um landið, ég ætla að taka undir það, þá er bara Austurland eitt og sér tæplega 800 km. Ferðirnar verða eftir sem áður mjög dýrar fyrir aðstandendur þessara barna.