Tilkynning um utandagskrárumræðu

113. fundur
Mánudaginn 30. mars 1992, kl. 13:52:40 (4886)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að fara mun fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 8. þm. Reykn., Ólafs Ragnars Grímssonar, um viðræður um kjarasamninga. Samkomulag er milli forseta og þingflokksformanna, svo og forsrh. og málshefjanda, að umræðan megi standa í allt að tvo klukkutíma, þ.e. að hver þingflokkur hafi 20 mínútur til umráða og að auki hafi málshefjandi og ráðherra tíu mínútur hvor í lokin ef þörf krefur. Stefnt er að því að utandagskrárumræðan hefjist eigi síðar en klukkan hálfþrjú. Það gæti því komið til þess að þingflokksfundum seinki um hálftíma eða þeir hefjist ekki fyrr en klukkan hálffimm.