Fréttamaður Ríkisútvarpsins á Vesturlandi

120. fundur
Þriðjudaginn 07. apríl 1992, kl. 19:07:00 (5254)


     Flm. (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka þeim hv. þm. sem hafa talað svo mjög jákvætt um þá þáltill. sem hér liggur fyrir. Ég vona að þær jákvæðu umræður verði til að fleyta þessu máli alla leið. Eins og hv. 1. þm. Vesturl. sagði þá er þetta ekki stórt mál og ætti að vera mjög auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að koma því til leiðar. Ég er alveg viss um að ef einhverjum fréttamanni Ríkisútvarpsins væri boðið þetta þá mundi hann gleypa við því því það er náttúrlega hvergi betra að búa en á Vesturlandi og honum yrði ábyggilega sköpuð þar góð aðstaða og ég er alveg viss um að sveitarfélögin væru tilbúin að fjármagna það að hluta til ef það væru peningarnir sem væru þar í veginum.