Sjávarútvegsmiðstöð á Akureyri

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 23:43:00 (5528)

     Össur Skarphéðinsson :
    Virðulegi forseti. Ég er ásakaður um það af þingmanni Framsfl. að tala um málið af léttúð. Því fer víðs fjarri. Menn ræða ekki um þetta mál af léttúð. Málið snýst um það hvort þingmaðurinn hafi kjark til þess að standa við það sem hann hefur sagt. Hann sagði áðan: Þetta er prófsteinn á stefnu forsrh. En ég segi: Þetta er prófsteinn á sjálfstæði þingmannsins og ef hann stendur ekki undir því mun þessi prófsteinn í einni svipan breytast í myllustein honum um háls og sökkva honum. Það vil ég síst allra manna sjá gerast.