EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 18:00:00 (5584)


     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað sér þjóðin í gegnum þennan leik sem hæstv. utanrrh. er að leika. Með því er ég ekki að kasta nokkurri rýrð á gamalreynda ráðgjafa hans í þessum málum sem hann hefur kvatt til og þekkja væntanlega vel til málsins. En breytir það einhverju um hitt að annar vettvangur óháður hæstv. utanrrh. eigi að verða til?
    Ég kemst svo ekki hjá því, virðulegur forseti, að nefna það að ég spurði hæstv. utanrrh. og bað hann að upplýsa það við byrjun umræðunnar hvaða viðbótarathugasemdir hefðu verið settar á blað vegna undirritunar eða fangamarks á samninginn á þessum degi sem rætt er um í sænskum blöðum og felur í sér endurtekningu og áherslu um að það sé

EB-rétturinn sem eigi að gilda, hvað sem tautar og raular.