Kostnaður við fundaherferðir innan lands á vegum utanríkisráðuneytis

130. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 12:03:44 (5749)


     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins bera af mér þær sakir að ég hafi hér verið með órökstuddar dylgjur. Ég lét nákvæmlega í ljós hvað ég átti við, hvar mér þótti þessi mismunun fara fram. Það er rökstuðningur. Við getum haft mismunandi skoðanir á því hver hefur rétt fyrir sér en ég tel að Samstaða sé með sínum málflutningi með jafngild sjónarmið og jafnþörf og utanrrn. og ég vísa því algerlega á bug að ég hafi verið að bera hér á borð órökstuddar dylgjur. Ég sagði nákvæmlega við hvað ég átti og ég stend við það.