Málefni menntamálaráðs

132. fundur
Mánudaginn 04. maí 1992, kl. 15:27:00 (5838)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og forseti gat um í upphafi fundarins fer nú fram utandagskrárumræða skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga að beiðni hv. 10. þm. Reykv., Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um málefni menntamálaráðs. Umræðan fer fram með þeim hætti að málshefjandi hefur allt að þrjár mínútur tvisvar sinnum, aðrir hv. þm. og ráðherra allt að tvær mínútur tvisvar sinnum. Umræðan má standa í hálftíma.