Lánasjóður íslenskra námsmanna

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 17:49:31 (5924)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ýmislegt í ræðu hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar gæfi undir venjulegum kringumstæðum tilefni til svara. En með þeim hætti sem mál hans var sett fram, með þeim ósæmilega hætti vil ég segja, þá ætla ég að segja honum strax að ég ætla ekki að lúta svo lágt að svara ræðunni. Eitt vil ég þó sérstaklega nefna og það er tal hv. þm. um sjálfsvígin og óbeinir ef ekki beinir spádómar hans um að þeim muni fjölga hér á landi verði þetta frv. samþykkt, þetta tal hans hlýtur að verða honum til ævarandi vansæmdar.