Prentun EES-samningsins

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 13:47:56 (5953)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti getur alveg tekið undir það sem hv. síðasti ræðumaður sagði varðandi þýðingu þessa máls og góðrar fyrirgreiðslu um meðferð þess á allan hátt og tekur undir það að væntanlega verður þannig gengið frá málinu að það verði vel við unandi. Forseti getur bætt því við að honum er kunnugt um að m.a. í Noregi eru í undirbúningi upplýsingar og fræðsla um þetta mál fyrir almenning. Þeim er dreift t.d. á bókasöfnin í landinu sem forseta þykir vera mjög við hæfi og skynsamlegt og trúir því að einhverjar slíkar ráðstafanir hljóti að verða gerðar hjá okkur til þess að upplýsa almenning um málið.
    Þetta mál tengist vissulega þingstörfum á margvíslegan hátt, þótt það hafi ekki enn verið lagt fram. Ráðherra kemur til með að leggja gögnin hér fram á þingi, væntanlega innan mjög skamms tíma.