Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 11:50:15 (6134)


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegi forseti. Frv. menntmrh. um Lánasjóð ísl. námsmanna er einn liðurinn af mörgum í aðför ríkisstjórnarinnar að velferðarkerfinu á Íslandi. Einnig Alþfl. tekur þrátt í þessari aðför þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar einstakra þingmanna og stofnana flokksins. Stjórnarandstaðan hefur í menntmn. og í umræðum hér á Alþingi leitast við að knýja fram lagfæringar á frv. Þótt það hafi borið nokkurn árangur er frv. í heild enn óviðunandi. Samþykkt frv. felur í sér stórfellda aðför að aðstöðu námsmanna og jafnrétti til náms. Því flytjum við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í menntmn. þessa dagskrártillögu um að vísa frv. frá með vísan til þess sem fram kemur í nál. Verði þessi frávísunartillaga felld koma til atkvæða brtt. minni hluta menntmn. við frv. Í þessu máli er mikið í húfi fyrir marga. Alþb. mótmælir þessu frv. Ég segi já.