Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Til að fyrirbyggja allan misskilning vill forseti upplýsa hv. 1. þm. Norðurl. v. um að að sjálfsögðu verður haft gott samráð við alla þingflokka um tilhögun dagskrár á næstu dögum. Það sem forseti var að segja var að nú mundu þingflokksformönnum verða afhent drög að dagskrám eins og venja er á miðvikudögum þannig að þingflokksformenn hefðu tækifæri til að ræða það í sínum þingflokkum. En að sjálfsögðu verður haft samráð um framhaldið. Það hvarflaði ekki að forseta að hafa neinar aðrar aðferðir síðustu daga þingsins en verið hefur.