Fjáraukalög 1991

4. fundur
Miðvikudaginn 09. október 1991, kl. 16:00:00 (130)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill nú létta þessum áhyggjum af hv. 8. þm. Reykn. að þessu sinni því að forseti ætlar hreinlega að láta fara fram handauppréttingu núna. Það stendur þannig á að forseti telur að þingmenn, forseti og allir aðrir, þurfi að fá tækifæri til þess að prófa þetta kerfi þegar þar að kemur. Það hafa staðið yfir prófanir á því núna. Forseti getur gert þá játningu að hann er sjálfur ekki farinn að fullreyna það og vill gjarnan fá tækifæri til þess til að gera nú engar vitleysur þegar þar að kemur, þannig að nú munum við bara greiða atkvæði með gamla, góða laginu.