Stefna stjórnvalda gagnvart flóttamönnum á Íslandi

9. fundur
Fimmtudaginn 17. október 1991, kl. 10:59:00 (248)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
     Herra forseti. Aðalatriðið er það að Ísland hefur leitast við að standa við allar alþjóðlegar skuldbindingar í þessu efni. Það verður ekki sagt að hingað hafi verið stríður straumur flóttamanna. En vitaskuld eru þessi mál þann veg vaxin að það þarf að meta mál í hverju falli. Þau eru í flestum tilvikum einstaklingsbundin og það er fyrst og fremst til þess mats sem ég var að vísa til í mínu svari.