Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 19:16:00 (509)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
     Herra forseti. Mér virðist að mikill ágreiningur sé uppi á milli hv. 5. þm. Vestf. og hæstv. menntmrh. Annar telji sig hafa verið að leggja af draugabyggð í Reykjanesinu en hinn að verja þar mannlíf. Mér sýnist þess vegna að umræðan um Reykjanesið hafi alls ekki skilað þeim árangri sem ég vænti.
    En ég ætla ekki að fara nánar út í túlkun á því sem ég hafði hugsað mér að ræða. Það kallar á umræður í trássi við þann rétt sem mér er hér gefinn en þakka fyrir.