Frumvarp um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 13:39:00 (561)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill taka undir það með hv. 4. þm. Norðurl. v. að það er mjög æskilegt að mál séu tekin til umræðu eftir þeirri röð sem þau berast sem þingskjöl. Hv. 4. þm. Norðurl. v. hefur óskað eftir því að ræða þetta mál þegar hæstv. sjútvrh. er viðstaddur. Mál tengd þessu máli voru á dagskrá í sl. viku en af ástæðum sem hv. þm. er væntanlega kunnugt tókst ekki að taka þau fyrir. Það er lögð áhersla á að þetta mál eins og svo mörg önnur frumvörp sem bíða 1. umr. verði afgreidd í þessari viku. Forseti mun leggja áherslu á það og er með þetta mál einnig á dagskrá. Þess er því að vænta að svo verði. Á morgun verður utandagskrárumræða, sem hefur verið löngu ákveðin, um Lánasjóð ísl. námsmanna, en þetta mál verður á dagskrá svo fljótt sem verða má. Væntir forseti að hv. 4. þm. Norðurl. v. taki tillit til þessa.