Lánasjóður íslenskra námsmanna

19. fundur
Þriðjudaginn 05. nóvember 1991, kl. 16:00:00 (637)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
     Herra forseti. Ég hef ekki glímt við það verkefni áður að útskýra fyrir menntamálaráðherrum íslenskt mál. Mér er ljóst að mistök fortíðar geta verið vandamál nútíðar. En fortíðarvandi er fortíðarvandi og nútíðarvandi er nútíðarvandi. Þetta er grundvallaratriði rökréttrar hugsunar. Hæstv. menntmrh. mætti gjarnan fletta upp í orðabók Blöndals og leita raka fyrir sínum fullyrðingum ef hann telur sig vera svo vel að sér í íslensku sem hann lét í skína hér áðan.