Orkuverð

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 12:52:00 (1178)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. 3. þm. Vestf. að þessi ákvörðun Landsvirkjunar hlýtur að kalla á svar við því hvort Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitum ríkisins sé þá frjálst að keyra dísilstöðvar til þess að lækka þennan toll. Á sínum tíma kom til deilu milli þáv. hæstv. iðnrh. og Landsvirkjunar vegna þess að Rafmagnsveitur ríkisins keyrðu dísilvélar til að lækka þennan topp og náðu þannig mun hagstæðari orkukaupum. Þáv. iðnrh. taldi þetta ekki þjóðhagslega skynsamlega niðurstöðu og setti á vissar hömlur að rafmagnsveiturnar fengju að gera þetta. Ég vil fá svör við því frá núv. hæstv. iðnrh. hvort hann telur þá ekki eðlilegt að það frelsi sé til staðar að hinir megi þá keyra dísilvélar til að ná toppnum niður.