Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 18:08:00 (1256)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :

     Hv. 2. þm. Vestf. spyr forseta hvort megi treysta því að þessari umræðu verði haldið áfram í kvöld. Forseti vildi gjarnan geta svarað því játandi. En því miður getur hann það ekki vegna þess að formenn þingflokka, sem hafa fundað um dagskrána í dag, hafa orðið sammála um að þessari umræðu ætti að ljúka kl. 7 og síðan verði tekin önnur dagskrármál á kvöldfundi. En forseti getur vel upplýst að hann óskaði eftir því að fá að ljúka umræðunni en vill bæta því við að hann gengur að sjálfsögðu ekki á bak orða sinna varðandi það samkomulag sem gert hefur verið um framhald þessarar dagskrár á kvöldfundi.