Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

45. fundur
Laugardaginn 07. desember 1991, kl. 16:37:00 (1720)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
     Herra forseti. Hér varð þingskapaumræða undir þeirri hinni miklu umræðu sem fram fór um þetta frv. Þar var leitað eftir því við starfandi forseta, hvort þannig yrði staðið að vinnu við frv. í nefnd, að þó því væri með formlegum hætti vísað til þeirrar nefndar sem því hefur verið vísað nú, að forseti þingsins beitti sér fyrir því að hinir ýmsu þættir frv. færu til þeirra nefnda sem viðkomandi þættir hefðu farið ef málin hefðu verið borin fram hvert í sínu lagi. Nú vildi ég leita eftir því við hæstv. forseta hvort ekki megi treysta því að þannig verði að verki staðið.