Tilhögun þingfundar

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 11:06:00 (1937)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Þessi ákvörðun um að fresta fundinum nú er gerð í fullu samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var gert samkomulag um það í nótt eða morgun eftir því sem forseti best veit og hefur verið rætt á milli þingflokksformanna stjórnar og stjórnarandstöðu, á nokkrum fundum á sl. sólarhring hvernig málum vindi fram hér. Síðan er það að ósk stjórnarliða að atkvæðagreiðslunni verður frestað nú frá kl. 11 til kl. 1. Þetta er það svar sem forseti gefur hér.
    Nú sýnist forseta að næstum allir þingmenn hafi kvatt sér hljóðs, væntanlega til þess að tala um gæslu þingskapa, og þá gef ég fyrst orðið hv. 8. þm. Reykv. sem talar um gæslu þingskapa.