Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 15:35:00 (1983)

     Matthías Bjarnason (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Ég á bágt með að skilja það að menn vilji fá atkvæðagreiðslu um lið sem búið er að óska eftir að tekinn verði til meðferðar í fjárln. og formaður fjárln. hefur lýst yfir að verði gert á milli umræðna. Ef menn halda fast við það þá ætla ég ekki að greiða atkvæði um þennan lið. Ég vil fyrst fá að vita hver eru áformin. Og fyrst formaður fjárln. hefur tekið vinsamlega í mín tilmæli þá tel ég sjálfgefið að það fari ekki fram nein atkvæðagreiðsla hér um þennan lið fyrr en við 3. umr.