Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 15:55:00 (1994)

     Kristín Einarsdóttir :
     Virðulegur forseti. Ég býst við því að af þessum lið verði greidd svokölluð kynning á fyrirhuguðum samningi um Evrópskt efnahagssvæði sem ég tel mjög mikilvægt að verði gert og því þykir mér eðlilegt að á fjárlögum verði tekið frá ákveðið fjármagn í því skyni. Mér finnst hins vegar óeðlilegt ef nota á þennan sjóð sérstaklega fyrir formann Alþfl. til þess að reka pólitískan áróður eins og hann hefur gert í því sem hann hefur kallað kynningu á fyrirhuguðum samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Það sem ekkert liggur fyrir um það hvernig verja á þessum peningum, þ.e. hvort eingöngu á að nota þá til að greiða ferðir hæstv. utanrrh. og ekki annars, þá get ég ekki greitt þessum lið atkvæði. Ég greiði ekki atkvæði.