Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:26:00 (2474)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
     Herra forseti. Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði þegar menn lesa hér upp bréf öðrum til skemmtunar að þau séu dagsett því að ef dagsetningin skyldi t.d. vera á morgun, þá er þetta of snemma upp lesið. Mér þætti vænt um að forseti gerði athugasemdir þegar svona mikil ónákvæmni er í fréttaflutningi hér í ræðustólnum.